Bandaríski söngvarinn Josh Groban heldur tónleika í Laugardalshöll 16. maí. Með Groban í för er hljómsveit og auk þess koma fram með félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Gospelkór Reykjavíkur.
Josh Groban varð þekktur árið 2001 þegar hann gaf út fyrstu breiðskífu sína, aðeins 20 ára að aldri. Önnur plata Grobans, Closer, kom út árið 2004 og innihélt m.a. lagið You Raise Me Up, sem náði miklum vinsældum víða um heim.
Groban segist líta upp til tónlistarmanna sem hafa farið ótroðnar slóðir og nefnir þar til sögunnar Radiohead, Paul Simon, Sting, Peter Gabriel og Björk. Frá þessu segir í tilkynningu frá tónleikahaldaranum, Concert.