Bandaríska söngkonan Britney Spears þykir hafa sýna mikinn mótþróa í áfengismeðferð sem hún gengst nú undir í Promises meðferðarstöðinni í Malibu og er hún sögð hafa hvað eftir annað brotið þær reglur sem þar gilda. Þá er hún sögð neita að viðurkenna að hún eigi við áfengis- og fíkniefnavandamál að stríða og tengja hegðun sína að undanförnu alfarið til þess að hún þjáist af fæðingarþunglyndi.
„Hún hefur hvað eftir annað komist í vandræði. Hún hefur fengið áminningu fyrir að hanga í símanum og hefur jafnvel yfirgefið miðstöðina til að fara að versla,” segir ónefndur heimildarmaður bandaríska tímaritsins Us Weekly
Þá er söngkonan sögð mjög reið fjölskyldu sinni fyrir að beita hana þrýstingi. „Britney er reið fjölskyldi sinni og umboðsmanni fyrir að þrýsta á hana að fara í meðferðina. Hún telur sig þjást af fæðingarþunglyndi og að hún eigi hvorki við áfengis- né fíkniefnavanda að etja,” segir heimildarmaðurinn.