Ríkustu menn heims urðu enn ríkari á síðasta ári

Bill Gates hefur verið ríkasti maður heims undanfarin 13 ár.
Bill Gates hefur verið ríkasti maður heims undanfarin 13 ár. Reuters

Þeim mönnum, sem eiga milljarð dala eða meir, fjölgaði á síðasta ári og eru samtals 946 samkvæmt árlegri samantekt bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes, hefur fjölgað um 153 milli ára. Eignir þessa fólks jukust um 35% og námu 3,5 billjónum dala. Síðasta ár var fjárfestum yfirleitt hagstætt en verð á hlutabréfum, fasteignum og hrávörum hækkaði almennt í verði.

Bandarísku kaupsýslumennirnir Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, og Warren Buffett, stjórnarformaður Berkshire Hathaway Inc., eru að vanda efstir á listanum. Eignir Gates jukust um 6 milljarða dala á síðasta ári og nema nú 56 milljörðum að mati Forbes. Eignir Buffetts jukust um 10 milljarða og nema 52 milljörðum. Í þriðja sæti er eins og í fyrra mexíkóski kaupsýslumaðurinn Carlos Slim Helú, en eignir hans, sem jukust um 19 milljarða dala, nema 49 milljörðum dala. Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, og fjölskylda hans, eru í 4. sæti með 33 milljarða dala eignir. Rússinn Roman Abramovítsj, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, er í 16. sæti á listanum með 18,7 milljarða dala eignir. Svíinn Stefan Persson, forsjóri fatakeðjunnar Hennes & Mauritz, er í 17. sæti með 18,4 milljarða dala eignir.

Aðeins fimm Bandaríkjamenn eru á listanum yfir 20 ríkustu menn heims en þeir eiga samtals 44% af eignum allra á lista Forbes. Howard Schultz, stjórnarformaður kaffihúsakeðjunnar Starbucks, og Michael Eisner, fyrrum stjórnarformaður kvikmyndaversins Disney, komust á listann í fyrsta skipti en fyrir ofan þá eru nýliðarnir Mike Lazaridis og Jim Balsillie, frá Kanada, stjórnendur Research In Motion Ltd., sem framleiðir Blackberry síma.

Kínverjar eiga nokkra fulltrúa í efstu sætunum, þar á meðal kaupsýslukonuna Li Wei, sem stofnaði matvælafyrirtækið Synear Food Holding. Fyrirtæki hennar framleiðir tilbúna frysta rétti og hefur m.a. gert samning um að sjá keppendum og starfsmönnum á ólympíuleikunum í Peking á næsta ári fyrir mat.

Meðal þeirra, sem féllu af listanum yfir 20 ríkustu menn heims voru erfingjar Wal-Mart verslunarkeðjunnar en hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu töluvert í verði á síðasta ári. Sömu örlög hlaut Michael Dell, stofnandi tölvuframleiðandans Dell Inc.

Warren Buffett.
Warren Buffett. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar