Hayek trúlofuð og á von á barni

Salma Hayek.
Salma Hayek. AP

Leikkonan Salma Hayek er trúlofuð og á von á fyrsta barni sínu með kaupsýslumanninum Francois-Henri Pinault. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umboðsmanni Hayeks en aðrar upplýsingar eru ekki gefnar, þar á meðal um hvenær von sé á barninu.

Hayek, sem er fertug að aldri, er frá Mexíkó og hóf feril sinni í mexíkóskum sápuóperum. Hún flutti til Hollywood árið 1991 og vakti fyrst alþjóðlega athygli í myndinni Desperado þar sem hún lék á móti Antonio Banderas. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir myndina Frida árið 2002.

Hayek framleiðir nú sjónvarpsþættina Ljótu Betty, sem hafa fengið mikið lof, og leikur einnig ritstjórann Sofiu Reyes í þáttunum.

Pinault, unnusti Hayeks, er forstjóri fyrirtækisins PPR, sem framleiðir m.a. fatnað undir merkjum Gucci, Yves Saint Laurent, Stellu McCartney og Balenciaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Eiríkur Bergmann Einarsson: Hayek
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar