Leonardo DiCaprio myndaður á Jökulsárlóni

Sigurður Guðmundsson starfsmaður á Jökulsárlóni með Leonardo DiCaprio.
Sigurður Guðmundsson starfsmaður á Jökulsárlóni með Leonardo DiCaprio. mynd/horn.is

Hollywoodleikarinn Leonardo DiCaprio var í gær í myndatöku á Jökulsárlóni. Einkaþota hans átti að lenda á Hornafjarðarflugvelli í fyrrakvöld en gat ekki lent vegna hliðarvinds og kom hann því með áætlunarflugvélinni í gærmorgun, þetta kemur fram á fréttavefnum Horni.is.

Þar segir að eftir því sem næst hafi verið komist var verið að taka myndir fyrir tímarit og ljósmyndarinn var engin önnur en Annie Leibowitz, sem er einn þekktasti ljósmyndari heims. Hún tók forsíðumyndir fyrir Rolling Stone tímaritið um árabil og hefur því myndað alla tónlistarmenn sem eitthvað hafa látið að sér kveða síðustu tvo áratugi.

Á myndinni er Sigurður Guðmundsson starfsmaður á Jökulsárlóni með Leonardo DiCaprio. Sigurður segir hann hafa verið einstaklega kurteisan og þægilegan og ekki með neina stjörnustæla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir