Kvikmynd um Persastríðin fékk mesta aðsókn vestanhafs

Gerard Butler í hlutverki Lenónídasar konungs.
Gerard Butler í hlutverki Lenónídasar konungs.

Kvikmyndin 300, sem gerð er eftir teiknimyndasögu Franks Millers um 300 Spartverja sem vörðust hermönnum Persa í orrustunni við Laugaskörð, fékk langmesta aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina. Aðalhlutverkið í myndinni, Leónídas konung, leikur skoski leikarinn Gerard Butler, sem lék Bjólf í kvikmynd Sturlu Gunnarssonar um Bjólfskviðu.

Myndin 300 hefur tekið um ár í framleiðslu en þeim tíma hefur greinilega verið vel varið og myndin hefur spurst vel út. Tekjur af sýningu myndarinnar frumsýningarhelgina námu 70 milljónum dala.

Í öðru sæti var gamanmyndin Wild Hogs með John Travolta, Tim Allen, Martin Lawrence og William H. Macy í aðalhlutverkum. Fantasían Bridge to Terabithia var í 3. sæti.

Draugamyndin Ghost Rider með Nicolas Cage í aðalhlutverki fór niður í 4. sæti og spennumyndin Zodiac með Jake Gyllenhaal og Robert Downey Jr. í aðalhlutverkum fór beint í 5. sæti en hún fjallar um fjöldamorðingja í San Francisco á áttunda áratug síðustu aldar.

Í næstu sætum voru Norbit, The Number 23, Music and Lyrics, Breach og Amazing Grace.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar