Eiríkur Hauksson verður 5. í röðinni í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fer fram í Helsinki í maí en dregið var um röð keppenda eftir hádegið í dag. Alls taka 28 þjóðir þátt í undankeppninni sem fer fram 10. maí.
Fyrsti fimm löndin, sem dregin voru úr hattinum, fengu að velja hvar í röðinni þau verða. Þetta voru Austurríki, Andorra, Slóvenía, Tyrkland og lettland og völdu þau sér öll sæti á bilinu 21. til 28.
Einnig var dregið um röð í úrslitakeppninni þar sem 24 þjóðir taka þátt: 14 efstu þjóðirnar frá því í fyrra og 10 stigahæstu þjóðirnar í úrslitakeppninni.
Þá var einnig dregið um í hvaða röð þær 42 þjóðir, sem taka þátt í keppninni, greiða atkvæði. Ísland er þar í 37. sæti.