Fleiri pör sofa í sitthvoru herberginu

Fólk velur sé hinar ýmsu svefnaðstæður. Hér sofa þreyttir skrifstofumenn …
Fólk velur sé hinar ýmsu svefnaðstæður. Hér sofa þreyttir skrifstofumenn í Japan. AP

Sí­fellt fleiri pör í Banda­ríkj­un­um velja að sofa í sitt­hvoru her­berg­inu, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í könn­un sem gerð var meðal bygg­inga­manna sem sér­hæfa sig í bygg­ingu einka­heim­ila og spá sam­tök þeirra því að árið 2015 verði 60% ný­byggðra heim­ila í land­inu með aðskild­um svefn­her­bergj­um pars­ins á heim­il­inu. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Sér­fræðing­ar segja að rekja megi þró­un­ina til þess að fólk vilji tryggja að það fái góðan svefn og um leið tryggja jafn­vægi í sam­band­inu. Þá segja þeir aðskil­in svefn­her­bergi hafa leyst vanda margra para en fram til þessa hafa aðskil­in svefn­her­bergi gjarn­an verið álit­in merki um erfiðleika í sam­skipt­um hjóna.

Sér­fræðing­ar segja einnig að breytt kynja­hlut­verk inn­an sam­banda, vakta­vinna beggja aðila og þátt­taka feðra í upp­eldi barna sinna hafi aukið þörf­ina á aðskild­um svefn­her­bergj­um hjóna Þá sagði fjöl­skylduráðgjaf­inn Stephanie Coontz, í viðtali við New York Times að nú­tíma­pör séu mörg hver svo ör­ugg með sig og sam­band sitt að þau telji sig ekki þurfa að sofa í sama her­bergi og mak­inn líki þeim það ekki. „Ég tel ekki að þetta segi nokk­urn hlut um kyn­líf fólks,” seg­ir hún

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka