Rannsókn á dauða Önnu Nicole Smith hefur leitt „þýðingarmikil“ sönnunargögn í ljós

Anna Nicole og Howard K. Stern með dóttur Önnu Dannielynn …
Anna Nicole og Howard K. Stern með dóttur Önnu Dannielynn í nóvember. Reuters

Rannsókn lögreglu á dauða fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith, sem lést í síðasta mánuði, hefur leitt í ljós „þýðingarmikil“ sönnunargögn, en þau hafa orðið til þess að dánardómstjórinn hefur ákveðið að fresta því að birtar sínar niðurstöður.

Nú hefur lífvörður Smith fullyrt að kærasti hennar og lögmaður, Howard K. Stern, hafi hagað sér á „afar undarlegan máta“ skömmu áður en Smith lést á hótelherbergi í Flórída.

Talsmaður lögreglunnar segir þetta bætast í hóp þeirra sönnunargagna sem lögreglan hefur safnað saman á meðan rannsóknin hefur staðið yfir.

Dánarstjórinn Joshua Pepper segir að þetta hafi komið á óvart. „En það eru meiri fléttur í þessu máli en í nokkru öðru sem ég gæti ímyndað mér.“

Smith fannst látin á Seminole Hard Rock hótelinu í Hollywood í Flórída þann 8. febrúar sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar