Snoop Dogg handtekinn í Svíþjóð

Snoop Dogg í Egilshöll.
Snoop Dogg í Egilshöll. mbl.is/Árni Torfason

Bandaríski rapparinn Snoop Dogg var handtekinn í Stokkhólmi í nótt eftir að hafa haldið tónleika í Globen ásamt félaga sínum P Diddy. Snoop var á leiðinni í samkvæmi ásamt ungri konu þegar hann lenti í eftirliti lögreglunnar og var fluttur á lögreglustöð á Södermalm, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Fréttavefur Aftonbladet hefur eftir talsmanni lögreglu, að hin handteknu hafi sýnt greinileg merki um að þau væru undir áhrifum fíkniefna. Þá hafi verið greinileg maríjúanalykt af þeim.

Fyrr í gær gerði lögreglan húsleit á hótelherbergjum þar sem Snoop Dogg og fylgdarlið hans dvaldi og var lagt hald á sígarettur, sem lögreglan segir innihalda maríjúana.

Snoop Dogg og vinkona hans voru látin laus snemma í morgun eftir að þvagsýni voru tekin úr þeim. Rapparinn neitaði því að hafa reykt kannabis en sýni þvagprufan annað gæti hann þurft að greiða háa sekt þar sem sektarfjárhæðin fer eftir tekjum viðkomandi.

Snoop Dogg er væntanlegur til Danmerkur til tónleikahalds.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir