Kærur gegn leikaranum Sylvester Stallone verða teknar fyrir hjá áströlskum dómstóli í dag. Stallone, sem einna þekktastur fyrir túlkun sína á boxaranum Rocky Balboa, var haldið í stutta stund á flugvellinum í Sydney þegar hann lenti þar þann 19. febrúar sl. þegar hann var kynna nýjustu Rocky-myndina þar.
Tollverður sögðu þá að þeir hefðu fundið ýmis efni í fórum fylgdarliðs Stallones sem eru á bannlista, en fregnir herma að um vaxtarhormóna hafi verið að ræða.
Stallone vildi ekki gera mikið úr atvikinu og ítrekaði að málið væri allt á misskilningi byggt.
Tollayfirvöld hafa ekki viljað tjá sig um efni kærunnar, en Stallone þarf ekki að vera sjálfur viðstaddur í dómssalnum svo lengi sem lögfræðingur mæti fyrir hans hönd.
Fram hefur komið í áströlskum fjölmiðlum að lögreglumenn hafi leitað í hótelherbergi og einkaflugvél leikarans eftir að það sást til fólk úr fylgdarliði Stallones vera að fleygja hlutum út um hótelherbergisgluggann hjá sé skömmu eftir atvikið á flugvellinum.
Stallone fékk leyfi til þess að fara frá Ástralíu, en tollayfirvöld hafa sagt að rannsókn málsins haldi áfram og að þeir fylgist með ferðum leikarans.
Stallone, sem er sextugur, blés nýju lífi í feril sinn með Rocky Balboa sem er nýjasta kvikmyndin um boxarann frá Fíladelfíu.