Þegar Elísabet Hurley giftist Arun Nayar við athöfn að hindúasið á Indlandi á laugardaginn var hún í brúðarskarti samtals að verðmæti rúmlega 8,3 milljónir íslenskra króna.
Ekki hafa borist neinar myndir af henni í herlegheitunum þar sem tímaritið Hello fékk keyptan einkarétt á birtingu allra mynda frá athöfninni. Herma fregnir að tímaritið hafi greitt yfir eina milljón punda, eða 130 milljónir króna, fyrir einkaréttinn á myndunum.
Elísabet var til dæmis í demantaskreyttum sarí, sem kostaði rúma hálfa milljón króna, með fimm milljóna króna eyrnalokka og 2,5 milljóna króna armband. Hendur hennar vor skreyttir með hefðbundnum henna-lit, sem kostaði reyndar ekki nema rúman sexhundruðkall.
Skrautklæði brúðgumans, frakki og túrban, kostuðu ekki nema rúm 600 þúsund.
Fregnir herma að brúðhjónin hafi flogið til Maldíveyja í brúðkaupsferð.