Dolce & Gabbana hættir að auglýsa á Spáni

Dolce & Gabbana er hætt að auglýsa á Spáni eftir …
Dolce & Gabbana er hætt að auglýsa á Spáni eftir að fyrirtækið varð að fjarlægja auglýsingu Reuters

Ítalska tískuhúsið Dolce & Gabbana hefur ákveðið að hætta að auglýsa á Spáni eftir að fyrirtækið var neytt til þess fjarlægja auglýsingu sem þótti of kynferðisleg og ofbeldiskennd.

Í fréttatilkynningu frá Dolce & Gabbana kemur fram að fyrirtækið telji sig hafa orðið fyrir barðinu á ritskoðun og ákvörðun um að hætta að auglýsa á Spáni sé viðleitni fyrirtækisins til þess að standa vörð um tjáningarfrelsið.

Fram kemur að fyrirtækið hafi verið neytt til þess fyrir nokkrum vikum síðan að hætta að birta auglýsingu sem sýndi hálf nakinn karlmann þrýsta fáklæddri konu á jörðina á meðan fjórir karlmenn horfa á. Auglýsingin vakti mikla reiði meðal ýmissa kvenréttindahópa á Spáni.

Segir í fréttatilkynningu Dolce & Gabbana að Spánverjar sýni með þessu að þeir túlki hluti neikvætt, jafnvel þegar ekkert neikvætt sé í spilunum. Því sjái tískuhúsið sér ekki aðra leið færa en að hætta að auglýsa á Spáni þrátt fyrir að það sé því þvert um geð.

Hvetja aðalhönnuðir Dolce & Gabbana, Domenico Dolce og Stefano Gabbana, önnur tískufyrirtæki sem verða fyrir svipaðri gagnrýni á Spáni til að þess að fara sömu leið.

Umboðsmaður barna á Spáni óskaði eftir því á mánudag að auglýsing Giorgio Armani, sem sýnir tvær ungar asískar stúlkur í stellingu sem ekki hæfir börnum, yrði fjarlægð eftir að kvartanir bárust til umboðsmannsins. Í tilkynningu frá Armani kemur fram að beiðnin hafi komið þeim á óvart og væri sorglegt að auglýsingin væri túlkuð á þennan hátt.

Stefano Gabbana og Domenico Dolce hvetja aðra til að hætta …
Stefano Gabbana og Domenico Dolce hvetja aðra til að hætta að auglýsa á Spáni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir