Dolce & Gabbana hættir að auglýsa á Spáni

Dolce & Gabbana er hætt að auglýsa á Spáni eftir …
Dolce & Gabbana er hætt að auglýsa á Spáni eftir að fyrirtækið varð að fjarlægja auglýsingu Reuters

Ítalska tísku­húsið Dolce & Gabb­ana hef­ur ákveðið að hætta að aug­lýsa á Spáni eft­ir að fyr­ir­tækið var neytt til þess fjar­lægja aug­lýs­ingu sem þótti of kyn­ferðis­leg og of­beldis­kennd.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Dolce & Gabb­ana kem­ur fram að fyr­ir­tækið telji sig hafa orðið fyr­ir barðinu á rit­skoðun og ákvörðun um að hætta að aug­lýsa á Spáni sé viðleitni fyr­ir­tæk­is­ins til þess að standa vörð um tján­ing­ar­frelsið.

Fram kem­ur að fyr­ir­tækið hafi verið neytt til þess fyr­ir nokkr­um vik­um síðan að hætta að birta aug­lýs­ingu sem sýndi hálf nak­inn karl­mann þrýsta fá­klæddri konu á jörðina á meðan fjór­ir karl­menn horfa á. Aug­lýs­ing­in vakti mikla reiði meðal ým­issa kven­rétt­inda­hópa á Spáni.

Seg­ir í frétta­til­kynn­ingu Dolce & Gabb­ana að Spán­verj­ar sýni með þessu að þeir túlki hluti nei­kvætt, jafn­vel þegar ekk­ert nei­kvætt sé í spil­un­um. Því sjái tísku­húsið sér ekki aðra leið færa en að hætta að aug­lýsa á Spáni þrátt fyr­ir að það sé því þvert um geð.

Hvetja aðal­hönnuðir Dolce & Gabb­ana, Domenico Dolce og Stefano Gabb­ana, önn­ur tísku­fyr­ir­tæki sem verða fyr­ir svipaðri gagn­rýni á Spáni til að þess að fara sömu leið.

Umboðsmaður barna á Spáni óskaði eft­ir því á mánu­dag að aug­lýs­ing Gi­orgio Armani, sem sýn­ir tvær ung­ar asísk­ar stúlk­ur í stell­ingu sem ekki hæf­ir börn­um, yrði fjar­lægð eft­ir að kvart­an­ir bár­ust til umboðsmanns­ins. Í til­kynn­ingu frá Armani kem­ur fram að beiðnin hafi komið þeim á óvart og væri sorg­legt að aug­lýs­ing­in væri túlkuð á þenn­an hátt.

Stefano Gabbana og Domenico Dolce hvetja aðra til að hætta …
Stefano Gabb­ana og Domenico Dolce hvetja aðra til að hætta að aug­lýsa á Spáni. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú ert aufúsugestur en þarft þessvegna að gæta þess að misbjóða ekki gestrisni fólks. Kannski færð þú tækifæri til þess að jafna ágreining við einhvern í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú ert aufúsugestur en þarft þessvegna að gæta þess að misbjóða ekki gestrisni fólks. Kannski færð þú tækifæri til þess að jafna ágreining við einhvern í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka