Íranar gagnrýna bandaríska mynd um Persastríðin

Gerard Butler í hlutverki Lenónídasar konungs í myndinni 300.
Gerard Butler í hlutverki Lenónídasar konungs í myndinni 300.

Írönsk stjórnvöld gagnrýna harðlega bandarísku kvikmyndina 300, sem frumsýnd var í síðustu viku og fjallar um orrustuna við Laugaskörð í Grikklandi hinu forna þar sem 300 Spartverjar vörðust persneska hernum. Menningarmálaráðgjafi Íransforseta segir, að myndin sé móðgun við íranska menningu og þar sé farið ránshendi um arfleifð Írans.

Kvikmyndin fékk mikla aðsókn í Bandaríkjunum um helgina en hún er gerð eftir teiknimyndasögu Franks Millers.

Javad Shamqadri, ráðgjafi Mahhmouds Ahmadinejads, forseta Írans, sagði að myndin væri hluti af bandarískum sálfræðihernaði gegn Íran en írönsk menning væri nægilega sterk til að standa þær árásir af sér.

„Bandarískir menningarfulltrúar töldu sig fá andlega friðþægingu með því að fara ránshendi um sögu Írans og móðga þessa menningu. Eftir íslömsku byltinguna í Íran hafa Hollywood og stjórnvöld menningarmála í Bandaríkjunum hvatt kvikmyndaver til að ráðast á íranska menningu. Þessi nýlega mynd er afrakstur slíks," sagði Shamqadri.

Íranska blaðið Ayandeh-No sagði að Hollywood hefði lýst yfir stríði á hendur Íran og myndin reyndi að telja fólki trú um að forfeður Írana séu þeir ljótu, heimsku og morðóðu villimenn, sem sjást í 300.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan