Lögregla í Ísrael handtók lífverði bandaríska kvikmyndaleikarans Leonardos DiCaprios eftir að lífverðirnir lentu í slagsmálum við ljósmyndara í Jerúsalem í gær. DiCaprio fór til Ísraels frá Íslandi um helgina ásamt unnustu sinni, ísraelsku fyrirsætunni Bar Rephaeli.
Þau DiCaprio og Rephaeli vildu í gær skoða Grátmúrinn og Musterishæðina í Jerúsalem og þar beið þeirra óvígur her ljósmyndara, sem hafa fylgst grannt með hverju fótmáli parsins í Ísrael.
Átök brutust út milli lífvarða DiCaprios og ljósmyndaranna og meiddist einn kvikmyndatökumaður lítillega. Tveir lífverðir voru handteknir að sögn lögreglu.