Lífverðir DiCarprios handteknir eftir slagsmál

Lífverðir koma DiCaprio undan ljósmyndurum við Grátmúrinn í gær.
Lífverðir koma DiCaprio undan ljósmyndurum við Grátmúrinn í gær. AP

Lögregla í Ísrael handtók lífverði bandaríska kvikmyndaleikarans Leonardos DiCaprios eftir að lífverðirnir lentu í slagsmálum við ljósmyndara í Jerúsalem í gær. DiCaprio fór til Ísraels frá Íslandi um helgina ásamt unnustu sinni, ísraelsku fyrirsætunni Bar Rephaeli.

Þau DiCaprio og Rephaeli vildu í gær skoða Grátmúrinn og Musterishæðina í Jerúsalem og þar beið þeirra óvígur her ljósmyndara, sem hafa fylgst grannt með hverju fótmáli parsins í Ísrael.

Átök brutust út milli lífvarða DiCaprios og ljósmyndaranna og meiddist einn kvikmyndatökumaður lítillega. Tveir lífverðir voru handteknir að sögn lögreglu.

Bar Rephaeli, unnusta Leonardos DiCaprio.
Bar Rephaeli, unnusta Leonardos DiCaprio. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan