Britney ástfangin í meðferðinni

Britney Spears sést hér þegar hún mætti á tískusýningu í …
Britney Spears sést hér þegar hún mætti á tískusýningu í byrjun febrúar. AP

Fregnir herma að Britney Spears sé orðin ástfangin af 33 ára gítarleikara sem hún hitti á AA-fundum.

Maðurinn heitir Jason Filyaw og er í hljómsveitinni Riva.

Heimildamaður tjáir National Enquirer að Filyaw hafi verið sem klettur í lífi Britneyjar á þessum erfiðu tímum.

Hún sé sannfærð um að hann geti hjálpað sér í meðferðinni því hann sé sjálfur áfengissjúklingur og hafi því skilning á því sem hún sé nú að ganga í gegnum.

Fullyrt er að Britney ætli að hefja sambúð með Filyaw þegar hún lýkur meðferðinni á Promises-stofnuninni í Malibu.

Þá segir sagan að hún hringi sífellt í hann og sendi honum tölvupóst, og að þau hafi þegar fundið gælunöfn á hvort annað. Hann kalli hana Sugar, Kitten og My Lady, og Britney kalli hann Mr. Secret Underground Guy og J-Sun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup