Heather Mills tekur upp hanskann fyrir aðþrengdar gyltur

Þessi svín eru ekki aðþrengd og hafa það nokkuð gott.
Þessi svín eru ekki aðþrengd og hafa það nokkuð gott. Reuters

Heather Mills ligg­ur ekki á liði sínu þó hún standi í ströngu skilnaðar­máli við Sir Paul McCart­ney og berst nú fyr­ir því að gylt­ur verði ekki hafðar í svo þröng­um búr­um eft­ir að þær eiga gris­linga sína að þær geti ekki lagst niður.

Gylt­ur í sum­um svína­bú­um á Bretlandi eru hafðar í slík­um búr­um í fimm vik­ur eft­ir got til að gris­ling­arn­ir geti sogið þær þegar þeim hent­ar án þess að eiga á hættu að gylt­an velti sér á þá og kremji.

Sam­tök gyltu­vina sem Mills berst nú með segja að með þess­ari aðferð deyi í raun fleiri gris­ling­ar en þegar gylta og gris­ling­ar fái nóg pláss til að at­hafna sig.

Mills mun leiða mót­mæla­göngu í London seinna í dag, gengið verður til Down­ing-stræt­is núm­er 10 þar sem und­ir­skrift­arlisti verður af­hent­ur og síðan verður farið að versl­un Marks og Spencer þar sem þess­ari grimmi­legu aðferð við svína­rækt er mót­mælt.

Í viðtali við Sky frétta­stof­una sagði Mills að hún reyndi að ein­beita sér að því sem er mik­il­vægt í þessu lífi.

Mills fór með kvik­mynda­tök­ulið á laun í svína­bú í Gla­st­on­bury í Somer­set og myndaði gylt­ur í þröng­um búr­um.

Hún hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir að gefa sig út fyr­ir að vera dýra­vin en ganga eigi að síður í dýr­um pels­um. Hún hef­ur svarað því til að mynd­ir sem hafa birst af henni skrýddri pels­um hafi verið tekn­ar áður en hún frædd­ist um það dýrapla­gerí sem viðgengst.

Heather Mills og dansfélagi hennar Jonathan Roberts í nýjum sjónvarpsþáttum.
Heather Mills og dans­fé­lagi henn­ar Jon­ath­an Roberts í nýj­um sjón­varpsþátt­um. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Eitthvað verður til þess að setja allt á annan endann hjá þér í dag. Hafðu allan fyrirvara á því fólki sem talar í hálfum setningum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Eitthvað verður til þess að setja allt á annan endann hjá þér í dag. Hafðu allan fyrirvara á því fólki sem talar í hálfum setningum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir