Ekstra Bladet í dag.">

Hinrik prins vill verða kóngur

Margrét Danadrottning og Hinrik prins skála í rauðvíni, sem framleitt …
Margrét Danadrottning og Hinrik prins skála í rauðvíni, sem framleitt er á búgarði prinsins í Frakklandi. AP

Hinrik Danaprins segir í viðtali við franskt tímarit, að sér finnist að fyrst hann er giftur drottningum eigi að kalla hann kóng. „Ef kona giftist kóngi er hún kölluð drottning en eiginmaður ríkjandi drottningar verður ekki kóngur við giftingu," segir prinsinn í viðtalinu, sem vitnað er til í Ekstra Bladet í dag.

Hinrik hefur áður komið þeirri skoðun sinni á framfæri, að hann sé ekki ánægður með að vera í þriðja sæti í virðingarstiganum í dönsku konungsfjölskyldunni á eftir Margréti drottningu, eiginkonu sinni, og Friðriki krónprins, syni þeirra.

Í viðtalinu við Point de Vue segir Hinrik, að á miðöldum hafi menn í Frakklandi ekki bara fengið drottninguna þegar þeir giftust henni heldur einnig konungstitil. Svoleiðis sé það ekki í Danmörku nútímans og það sé ekki jafnrétti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar