Jolie ættleiddi 3 ára dreng í Víetnam

Angelina Jolie fer frá Tam Binh munaðarleysingjahælinu ásamt Maddox, syni …
Angelina Jolie fer frá Tam Binh munaðarleysingjahælinu ásamt Maddox, syni sínum, sem hún ættleiddi í Kambódíu. Reuters

Bandaríska kvikmyndastjarnan Angelina Jolie hefur ættleitt þriggja ára gamlan dreng í Víetnam. Jolie sótti drenginn á munaðarleysingjahæli í Ho Chi Minh borg og mun ganga frá endanlegum skjölum í dómsmálaráðuneyti landsins síðar í dag.

Jolie, sem er 31 árs að aldri, hefur áður ættleitt tvö börn, annað frá Kambódíu og hitt frá Eþíópíu og á síðasta ári eignaðist hún dóttur með leikaranum Brad Pitt.

Jolie og Pitt heimsóttu Ho Chi Minh borg í nóvember og hittu þar börn í Tam Binh munaðarleysingjahælinu. Hún kom aftur til Víetnams í gær og fór aftur til hælisins í morgun ásamt Maddox, 5 ára syni sínum. 20 börn klædd víetnömskum þjóðbúningum tóku á móti þeim.

Drengurinn, sem Jolie hefur nú ættleitt, var nefndur Pax Thien Jolie. Hann hefur verið á hælinu frá því hann var yfirgefinn nýfæddur en gert er ráð fyrir að Jolie geti tekið hann með sér heim um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir