Jolie ættleiddi 3 ára dreng í Víetnam

Angelina Jolie fer frá Tam Binh munaðarleysingjahælinu ásamt Maddox, syni …
Angelina Jolie fer frá Tam Binh munaðarleysingjahælinu ásamt Maddox, syni sínum, sem hún ættleiddi í Kambódíu. Reuters

Banda­ríska kvik­mynda­stjarn­an Ang­el­ina Jolie hef­ur ætt­leitt þriggja ára gaml­an dreng í Víet­nam. Jolie sótti dreng­inn á munaðarleys­ingja­hæli í Ho Chi Minh borg og mun ganga frá end­an­leg­um skjöl­um í dóms­málaráðuneyti lands­ins síðar í dag.

Jolie, sem er 31 árs að aldri, hef­ur áður ætt­leitt tvö börn, annað frá Kambódíu og hitt frá Eþíóp­íu og á síðasta ári eignaðist hún dótt­ur með leik­ar­an­um Brad Pitt.

Jolie og Pitt heim­sóttu Ho Chi Minh borg í nóv­em­ber og hittu þar börn í Tam Binh munaðarleys­ingja­hæl­inu. Hún kom aft­ur til Víet­nams í gær og fór aft­ur til hæl­is­ins í morg­un ásamt Maddox, 5 ára syni sín­um. 20 börn klædd víet­nömsk­um þjóðbún­ing­um tóku á móti þeim.

Dreng­ur­inn, sem Jolie hef­ur nú ætt­leitt, var nefnd­ur Pax Thien Jolie. Hann hef­ur verið á hæl­inu frá því hann var yf­ir­gef­inn ný­fædd­ur en gert er ráð fyr­ir að Jolie geti tekið hann með sér heim um helg­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú færð óvenju mikið út úr því að vera með vinum þínum í dag. Leyfðu þeim að deila velgengni sinni með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú færð óvenju mikið út úr því að vera með vinum þínum í dag. Leyfðu þeim að deila velgengni sinni með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant