Jolie ættleiddi 3 ára dreng í Víetnam

Angelina Jolie fer frá Tam Binh munaðarleysingjahælinu ásamt Maddox, syni …
Angelina Jolie fer frá Tam Binh munaðarleysingjahælinu ásamt Maddox, syni sínum, sem hún ættleiddi í Kambódíu. Reuters

Bandaríska kvikmyndastjarnan Angelina Jolie hefur ættleitt þriggja ára gamlan dreng í Víetnam. Jolie sótti drenginn á munaðarleysingjahæli í Ho Chi Minh borg og mun ganga frá endanlegum skjölum í dómsmálaráðuneyti landsins síðar í dag.

Jolie, sem er 31 árs að aldri, hefur áður ættleitt tvö börn, annað frá Kambódíu og hitt frá Eþíópíu og á síðasta ári eignaðist hún dóttur með leikaranum Brad Pitt.

Jolie og Pitt heimsóttu Ho Chi Minh borg í nóvember og hittu þar börn í Tam Binh munaðarleysingjahælinu. Hún kom aftur til Víetnams í gær og fór aftur til hælisins í morgun ásamt Maddox, 5 ára syni sínum. 20 börn klædd víetnömskum þjóðbúningum tóku á móti þeim.

Drengurinn, sem Jolie hefur nú ættleitt, var nefndur Pax Thien Jolie. Hann hefur verið á hælinu frá því hann var yfirgefinn nýfæddur en gert er ráð fyrir að Jolie geti tekið hann með sér heim um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan