Mills: „Ég mun alltaf elska Paul"

Heather Mills segist ávalt munu elska barnsföður sinn.
Heather Mills segist ávalt munu elska barnsföður sinn. Reuters

Heather Mills sagðist enn elska Paul McCart­ney. „Ég kemst aldrei yfir það. Ég mun alltaf elska Paul. Hann er faðir barns­ins míns en ég verð bara að tak­ast á þetta, það er ekk­ert annað sem ég get gert,” sagði hún í viðtali við BBC.

„Ég hef aldrei talað illa um eig­in­mann minn. Ég mun aldrei gera það – hann er barns­faðir minn,” sagði hún. Hún hef­ur áður sagt að það væri eins og að kreista blóð úr steini að ná fjár­hags­legu sam­komu­lagi um skilnaðinn við Sir Paul.

Bresk­ir fjöl­miðlar birtu í síðasta mánuði fregn­ir þess efn­is að fyrr­um bít­ill­inn væri reiðubú­inn að bjóða 25 millj­ón­ir punda til að binda enda á þetta erfiða skilnaðar­mál.

Heather hef­ur haldið því fram að öfl­ug­ir menn standi að baki árás­anna í henn­ar garð í bresk­um fjöl­miðlum en hún hef­ur jafn­framt heitið því að hún muni ekki láta bug­ast og að hún muni standa þenn­an storm af sér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Forgangsröðunin stjórnar því hvað maður tekur sér fyrir hendur. Talaðu við ókunnuga, skoðaðu bókabúðir, farðu á vefinn og reyndu að læra eitthvað nýtt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Forgangsröðunin stjórnar því hvað maður tekur sér fyrir hendur. Talaðu við ókunnuga, skoðaðu bókabúðir, farðu á vefinn og reyndu að læra eitthvað nýtt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son