Palestínumenn velta því fyrir sér hvort þeir eigi að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári, samkvæmt upplýsingum frá dönskum sendifulltrúa á Vesturbakkanum.
Tvö fyrirtæki sem sérhæfa sig á sviði lista, danska fyrirtækið Superflex og palestínska fyrirtækið Sabreen, hafa skrifað undir samkomulag um að koma óskum Palestínumanna á framfæri meðal þátttökulanda Evróvision. Jafnframt munu fyrirtækin aðstoða palestínska sjónvarpið við tæknilegan undirbúning.