Svívirðingar í American Idol

Simon Cowell.
Simon Cowell. Reuters

Idol-dómarinn Simon Cowell og Idol-kynnirinn Ryan Seacrest skiptust á svívirðingum sem aldrei fyrr í American Idol síðasta þriðjudag. Á meðan stóð einn keppandinn, Melinda Doolittle, milli steins og sleggju.

Keppandinn hafði sagt stuttu áður að hún þyldi ekki að klæðast kjólum og ganga á háum hælum. Í kjölfarið spurði Seacrest Cowell hvort hann gæti gefið einhver heilræði um háhælaða skó. Viðbrögð Cowells? „Þú ættir að vita það, Ryan." Ái!

Seacrest: „Simon, snáfaðu út úr skápnum mínum." (löng þögn)

Cowell: „Jæja, komdu þá út úr honum."

Seacrest: „Þetta snýst um 12 manna úrslitin, er það á hreinu? Ekki hvað þú vilt."

Á meðan stóð Doolittle eins og illa gerður hlutur og brosti vandræðalega. Seacrest reyndi hvað hann gat til að milda málin. „Við erum vinir," fullvissaði hann áhorfendur. Spennan í American Idol fer stigmagnandi, en eiga dómarinn og kynnirinn eftir að halda sig á mottunni? Fylgist með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir