Svívirðingar í American Idol

Simon Cowell.
Simon Cowell. Reuters

Idol-dómarinn Simon Cowell og Idol-kynnirinn Ryan Seacrest skiptust á svívirðingum sem aldrei fyrr í American Idol síðasta þriðjudag. Á meðan stóð einn keppandinn, Melinda Doolittle, milli steins og sleggju.

Keppandinn hafði sagt stuttu áður að hún þyldi ekki að klæðast kjólum og ganga á háum hælum. Í kjölfarið spurði Seacrest Cowell hvort hann gæti gefið einhver heilræði um háhælaða skó. Viðbrögð Cowells? „Þú ættir að vita það, Ryan." Ái!

Seacrest: „Simon, snáfaðu út úr skápnum mínum." (löng þögn)

Cowell: „Jæja, komdu þá út úr honum."

Seacrest: „Þetta snýst um 12 manna úrslitin, er það á hreinu? Ekki hvað þú vilt."

Á meðan stóð Doolittle eins og illa gerður hlutur og brosti vandræðalega. Seacrest reyndi hvað hann gat til að milda málin. „Við erum vinir," fullvissaði hann áhorfendur. Spennan í American Idol fer stigmagnandi, en eiga dómarinn og kynnirinn eftir að halda sig á mottunni? Fylgist með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir