Jordan valin mamma ársins

Jordan og Peter Andre.
Jordan og Peter Andre.

Breska fyrirsætan Katie Price, öðru nafni Jordan, hefur verið valin mamma ársins af bresku verslunarnetsíðunni Grattan. Jordan, sem á tvö börn, hefur jafnan verið ofarlega í hugum þeirra, sem standa að slíkum tilnefningum. Meðal þeirra, sem lentu í efstu sætunum voru Victoria Beckham, Kate Moss og Heather Mills.

Katie Price á tvo syni, annan með knattspyrnumanninum Dwight Yorke og hinn með sambýlismanninum, popparanum Peter Andre. Orðrómur er um að þriðja barnið sé á leiðinni.

Í greinargerð fyrir útnefningunni segir, að Jordan sé dæmi um hvernig fólk geti verið stöðugt í sviðsljósinu en jafnframt verið umhyggjusamir foreldrar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar