Máni Svavars tilnefndur til Emmy-verðlaunanna

Máni Svavarsson
Máni Svavarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er nátt­úr­lega al­veg frá­bært. Ég bjóst eng­an veg­inn við þessu, vissi ekki einu sinni að við kæm­um til álita," seg­ir tón­list­armaður­inn Máni Svavars­son sem er til­nefnd­ur til Emmy-verðlauna.

Það er fyr­ir tón­list­ina í þátt­un­um um Lata­bæ sem Mána hlotn­ast heiður­inn en til­nefn­ing­in er í flokki tón­list­ar­stjórn­un­ar og tón­verka fyr­ir sjón­varps­efni sem sýnt er að degi til.

Mun þetta vera í fyrsta skipti sem ís­lensk­ur tón­list­armaður kem­ur til álita í þess­um flokki.

„Ég veit ekki al­veg hvort maður ger­ir sér grein fyr­ir þessu. Maður er bú­inn að vera lokaður inni í stúd­íói síðan 2003, síðan við byrjuðum á þessu, þannig að maður hef­ur eig­in­lega ekki áttað sig á gengi Lata­bæj­ar," held­ur Máni áfram af hóg­værð.

Verðlaun­in verða af­hent við hátíðlega at­höfn í Kodak-leik­hús­inu í Hollywood 15. júní næst­kom­andi en þar kepp­ir Magnús Scheving einnig til verðlauna fyr­ir leik­stjórn á barna­efni.

Banda­ríska sjón­varps­aka­demí­an kynnti til­nefn­ing­arn­ar í fyrra­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú ert drjúgur með þig þegar þú verður vís að annmörkum annara. Haltu þig við það sem þér ber og láttu aðra um að leita eftir græna grasinu hinum megin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú ert drjúgur með þig þegar þú verður vís að annmörkum annara. Haltu þig við það sem þér ber og láttu aðra um að leita eftir græna grasinu hinum megin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant