R2-D2 úr Stjörnustríði tekur við póstinum

R2-D2 hefur fengið nýtt hlutverk sem póstkassi.
R2-D2 hefur fengið nýtt hlutverk sem póstkassi. AP

Póstkassar vítt og breitt í Bandaríkjunum hafa verið skreyttir þannig að þeir líti út eins og vélmennið R2-D2 úr Stjörnustríðsmyndunum. Ástæðan fyrir þessu er sú að verið er að fagna að 30 ár eru liðin frá því fyrsta myndin um ævintýri Loga Geimgengils og félaga var frumsýnd.

Um 400 póstkassar munu verða breyttir af þessu tilefni, þ.á.m. einn kassi sem er stendur fyrir utan Graumans kvikmyndahúsið í Hollywood en það var eitt af þeim fyrstu sem hófu sýningar á myndinni árið 1977.

Útlitsbreytingin er sögð vera hluti af herferð póstþjónustunnar sem ætlar að tilkynna um útgáfu á sérstöku frímerki þann 28. mars nk., en það er sagt eiga eftir að koma á óvart.

Almenningur hefur verið hvattur til þess að láta póstkassana í friði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar