Óvissa um afdrif Harry Potters

Daniel Radcliffe í hlutverki Harry Potter.
Daniel Radcliffe í hlutverki Harry Potter. Reuters

Hvað verður um Harry Potter? Milljónir aðdáenda hans um heim allan fá svarið við þeirri spurningu 21. júlí næstkomandi þegar sjöunda og síðasta bókin um Potter kemur út.

Það er ekki bara í Bretlandi, sem aðdáendur eru spenntir yfir lokaspretti sagnabálksins. Fregnir hafa nú borist af því að fyrsta prentun af bókinni, sem nefnist Harry Potter and the Deathly Hallows, verði í metupplagi, eða 12 milljónum eintaka, í Bandaríkjunum.

Það kemur trúlega ekki á óvart ef litið er til þess að bókin er sú mest selda á vefnum Amazon.com, þó svo að rúmir fjórir mánuðir séu í útgáfuna. Fyrirrennararnir sex hafa samtals selst í yfir 325 milljónum eintaka um heim allan. Frakkar halda greinilega líka upp á Harry Potter en þau félagar Potter, Ron Weasley og Hermione Granger koma til með að prýða frímerki þar í landi á næstunni. Harry verður settur á umslög sem fá forgang innanlands, Ron verður andlit sendinga sem ekki liggur eins mikið á og Hermione verður á alþjóðlegum frímerkjum.

Harry Potter-gengið hefur áður birtist á frímerkjum, m.a. í Ástralíu og Taílandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir