Volta spiluð í fyrsta sinn á Íslandi

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/ÞÖK

Volta, ný plata Bjarkar Guðmundsdóttur, kemur út 7. maí næstkomandi. Þó skammt sé í útgáfuna hefur ekki verið hlaupið að því að fá að heyra lög af henni, engum hlustunareintökum hefur verið dreift til að mynda, og fæstir samstarfsmenn Bjarkar hafa heyrt plötuna alla.

Skýring á þessu er vitanlega helst að Björk hefur rétt lokið við plötuna og er eðlilega ekki spennt fyrir því að menn séu að hlusta á það sem ekki er tilbúið, en önnur skýring er líka nærtæk – útgefandi vill ekki eiga það á hættu að hlustunareintök rati á Netið.

Plata Bjarkar hljómaði í fyrsta sinn hér á landi í hljóðveri í Grafarvoginum, en þar settust þeir niður Einar Örn Benediktsson og Árni Matthíasson og hlýddu á Volta, eintak sem Einar fékk sent yfir Netið frá útgefanda plötunnar.

Árni segir nánar frá plötunni í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar