Draumaeign Beckhamhjónanna í Beverly Hills var of dýr

Beckhamhjónin á fótboltaleik í Manchester á þriðjudaginn.
Beckhamhjónin á fótboltaleik í Manchester á þriðjudaginn. Reuters

Húsið sem Davíð og Viktoría Beckham voru búin að finna í Beverly Hills og ætluðu að kaupa þegar þau flytja vestur um haf í sumar reyndist svo dýrt að þau féllu frá að kaupa það.

Beckhamhjónin töldu sig hafa fundið hið fullkomna heimili fyrir fjölskylduna, þangað til þau komust að því að litlar 20 milljónir punda voru settar á húsið, eða sem svarar rúmum hálfum þriðja milljarði króna.

„Þau fara varlega í fjárfestingum. Ef samningurinn sem Davíð gerði við LA Galaxy um að flytja til Los Angeles er hafður í huga skyldi maður ætla að þetta væri einungis dropi í hafið fyrir þau. En þau vilja ekki kaupa svona dýrt hús í Hollywood núna,“ hefur breska blaðið The Sun eftir heimildamanni.

Húsinu í Beverly Hills fylgdi mikil lóð, tennisvellir, útisundlaug, kvikmyndasalur og sérstakt gesthús.

Fyrr í mánuðinum mun Viktoría hafa boðið í hús sem Meg Ryan átti í Bel Air, en það mun metið á tíu milljónir punda. Í því eru sjö svefnherbergi, sex baðherbergi, leikjaherbergi, líkamsræktarherbergi, sána og sundlaug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir