Fjöruverðlaunin veitt í fyrsta sinn: Til að efla samstöðu kvenskálda

Hélene Magnússon tekur við verðlaununum í gær; Vilborg og Inga …
Hélene Magnússon tekur við verðlaununum í gær; Vilborg og Inga Huld fylgjast með.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is

Forsaga þess að efnt er til Góugleðinnar og bókaverðlaunanna er sú, að í október sl. komu saman um tuttugu konur innan Rithöfundasambands Íslands sem fannst kominn tími til að efla tengsl sín á milli og standa saman að uppákomu sem tengdist konum og ritstörfum. Hátíðin hófst með málþingi þar sem meðal annars var spurt hvernig styrkja mætti stöðu kvenrithöfunda á Íslandi; hvort íslenskar skáldkonur hefðu jafngreiðan aðgang að tækifærum og skáldkarlar og hvernig konunum farnast í jólabókaflóðinu. Hápunktur Góugleðinnar var útnefning "höfunda bókafjörunnar".

Að sögn aðstandenda Góugleðinnar verða þær raddir sífellt háværari sem segja að jólabókaflóðið og þær markaðsaðferðir, sem þá ráða ferðinni, gefi ekki rétta mynd af þeirri fjölbreyttu flóru rita sem gefin er út á Íslandi. Margar áhugaverðar bækur nái sér ekki á flot í flóðinu og drukkni jafnvel með öllu. Telja ýmsir að bókum eftir konur sé sérlega hætt við þessum örlögum. Með þetta í huga var skipuð valnefnd sem í áttu sæti Hrefna Haraldsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorgerður E. Sigurðardóttir. Nefndarkonur gengu fjöruna eftir jólabókaflóðið, tíndu upp bækur eftir konur sem út komu á síðasta ári og ekki hlutu verðskuldaða athygli og völdu þá fimm titla sem þeim þótti skara fram úr.

Bækurnar fimm og brot úr umsögn dómnefndar

Ólafía eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur: Ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur – sérlega vönduð og vel unnin ævisaga stórmerkilegrar og einstakrar konu, hér er sérstöku lífshlaupi og persónueinkennum hennar gerð góð skil og bókin varpar skýru ljósi á samtíma Ólafíu.

Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur: Hér segir frá ekkjunni Sigþrúði sem er komin á efri ár. Á yfirborðinu er sagan létt og skemmtileg saga konu sem er á jaðri mannfélagsins – en undir yfirborðinu er átakanleg saga konu sem lífið hefur leikið grátt frá bernsku.

Skoðum myndlist eftir Önnu Cynthiu Leplar og Margréti Tryggvadóttur: Sérlega falleg bók sem opnar heim myndlistar fyrir börn og vekur áhuga þeirra á að beita eigin aðferðum við skoðun myndlistar. Með þessari bók er verið að vinna mikilvægt brautryðjendastarf.

Mitt er betra en þitt eftir Þorgerði Jörundsdóttur (hún er einnig höfundur mynda): Skemmtileg blanda af fantasíu og raunveruleika sem allir kannast eflaust við, bæði börn og fullorðnir. Textinn er skemmtilegur og vel skrifaður og myndirnar sérlega fallegar og frumlegar.

Rósaleppaprjón í nýju ljósi eftir Hélene Magnússon: Hér er farið yfir sögu hins forna íslenska rósaleppaprjóns, og birtar nýjar prjónauppskriftir og hugmyndir um það hvernig hægt er að nýta rósaleppaprjón í hönnun dagsins í dag. Afar falleg og vel hönnuð bók.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir