Naomi mætt í skúringarnar

Breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell kom í morgun til vinnu sem ræstitæknir í áhaldahúsi á vegum hreinsunardeildar New York borgar en Campbell féllst á það nýlega að gegna samfélagsþjónustu í 5 daga og sleppa þannig við fangelsisdóm fyrir að kasta farsíma í þernu sína.

Campbell var glæsileg að vanda þegar kom kom til vinnunnar í áhaldahúsinu á 36. bryggju í 3. hverfi á Manhattan í svörtum jeppa klukkan 8 að New York tíma. Campbell var í támjóum stígvélum en hélt á öðrum stígvélum, sem væntanlega eru heppilegri fótabúnaður í vinnunni.

Starfsmaður áhaldahússins tók á móti Campbell og fylgdi henni gegnum útidyrnar. Campbell var klædd súkkulaðibrúnum buxum, stuttri kápu í stíl, með svört sólgleraugu og sixpensara. Hún virti fréttamenn, sem biðu við húsið, ekki viðlits.

Ljósmyndurum verður ekki hleypt inn í húsið á meðan Campbell dvelur þar. Nýlega þurfti söngvarinn Boy George að vinna við hreinsunarstörf utan við sama áhaldahús í New York berskjaldaður fyrir myndavélum og kvikmyndatökuvélum.

Naomi Campbell mætir til vinnu í dag.
Naomi Campbell mætir til vinnu í dag. AP
Naomi Campbell virti ljósmyndara og fréttamenn ekki viðlits.
Naomi Campbell virti ljósmyndara og fréttamenn ekki viðlits. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka