Naomi mætt í skúringarnar

Breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell kom í morgun til vinnu sem ræstitæknir í áhaldahúsi á vegum hreinsunardeildar New York borgar en Campbell féllst á það nýlega að gegna samfélagsþjónustu í 5 daga og sleppa þannig við fangelsisdóm fyrir að kasta farsíma í þernu sína.

Campbell var glæsileg að vanda þegar kom kom til vinnunnar í áhaldahúsinu á 36. bryggju í 3. hverfi á Manhattan í svörtum jeppa klukkan 8 að New York tíma. Campbell var í támjóum stígvélum en hélt á öðrum stígvélum, sem væntanlega eru heppilegri fótabúnaður í vinnunni.

Starfsmaður áhaldahússins tók á móti Campbell og fylgdi henni gegnum útidyrnar. Campbell var klædd súkkulaðibrúnum buxum, stuttri kápu í stíl, með svört sólgleraugu og sixpensara. Hún virti fréttamenn, sem biðu við húsið, ekki viðlits.

Ljósmyndurum verður ekki hleypt inn í húsið á meðan Campbell dvelur þar. Nýlega þurfti söngvarinn Boy George að vinna við hreinsunarstörf utan við sama áhaldahús í New York berskjaldaður fyrir myndavélum og kvikmyndatökuvélum.

Naomi Campbell mætir til vinnu í dag.
Naomi Campbell mætir til vinnu í dag. AP
Naomi Campbell virti ljósmyndara og fréttamenn ekki viðlits.
Naomi Campbell virti ljósmyndara og fréttamenn ekki viðlits. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir