Sjóræningjaupptökur valda Antony Hegarty vanlíðan

Antony Hegarty á góðri stundu
Antony Hegarty á góðri stundu AP

Antony Hegarty, forsprakki sveitarinnar Antony & the Johnson hefur gefið út tilkynningu á vefsíðunni Just One Star, sem er aðdáendasíða tileinkuð honum, þar sem hann biður aðdéndur sína um að hætta að hljóðrita tónleika sem hann kemur fram á og dreifa á netinu. Þetta kemur fram á fréttavef tónlistartímaritsins NME.

Í orðsendingunni segir hann að hljóðritanirnar valdi honum mikilli vanlíðan og að sjóræningjadreifing þeirra hafi m.a. truflað vinnu hans við plötuna sem hann vinnur nú að. Segir hann að tónleikar sínir séu það sem honum finnist hann fyrst og fremst hafa fram að bjóða, og þegar þeir séu hljóðritaðir líði honum líkt og verið sé að stela af honum.

Antony er ekki ókunnur Íslendingum, tvennir tónleikar hans í Fríkirkjunni árið 2005 voru rómaðir, en auk þess kemur hann fram á næstu plötu Bjarkar, Volta, sem út kemur í maí nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir