Vill ekki leika Hermione lengur

Emma Watson.
Emma Watson. Reuters

Emma Watson, sem leikið hefur Hermione Granger í Harry Potter-myndunum, hefur neitað að skrifa undir samning um að leika í myndum eftir tveim síðustu bókunum.

Watson er sextán ára, og herma fregnir að hún hafi jafnvel hafnað tilboði um að laun hennar fyrir að leika í myndunum verði tvöfölduð í tvær milljónir punda fyrir hvora mynd, eða sem svarar rúmum 262 milljónum króna.

Frá þessu greinir Ananova og hefur eftir blaðinu News of the World.

„Emma vill þetta ekki lengur. Hún er orðin þreytt á að vera fræg sem „stelpan úr Harry Potter“,“ segir Rupert Grint, sem leikur Ron Weasley.

En framleiðandi myndanna, kvikmyndaverið Warner Brothers, mun ekki vera í nokkrum vafa um að Watson verði með í myndunum tveim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar