Barist um að borða morgunverð með Greenspan

Alan Greenspan
Alan Greenspan Reuters

Margir vilja borða morgunverð með fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna, Alan Greenspan og eiginkonu hans, Andreu Michell, fréttamanni hjá NBC. Kostar morgunverðurinn fimm þúsund dali, 335 þúsund íslenskar krónur og gildir fyrir allt að fjóra.

Uppboð á morgunverði með Greenspan hófst í dag á vefnum www.charitybuzz.com en fjárhæðin sem safnast rennur í minningarsjóð Roberts F. Kennedys, öldungadeildarþingmanns, sem styrkir mannúðarmál.

Þrátt fyrir að Greenspan hafi látið af störfum sem seðlabankastjóri í lok janúar í fyrra þá er hann mjög áhrifamikill á efnahags- og fjármálamarkaði. Þegar hann varaði við því í erindi sem hann flutti í síðasta mánuði um að hætta væri á samdráttarskeiði í Bandaríkjunum þá hafði það víðtæk áhrif á nánast alla hlutabréfamarkaði heims.

Auk Greenspan sækjast margir eftir því að eyða stund með spjallþáttastjórnandanum Larry King, leikaranum Robin Williams, Richard Gere og brettasnillingnum Tony Hawk.

Eins vilja margir borða hádegisverð með hjónunum Valerie Plame, fyrrum njósnara CIA og Joseph Wilson, fyrrverandi sendiherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir