Britney vill fá Justin Timberlake í heimsókn

Meðferðarheimilið Promises í Malibu í Kaliforníu.
Meðferðarheimilið Promises í Malibu í Kaliforníu. AP

Britney Spears hefur grátbeðið Justin Timberlake að koma í heimsókn til sín á Promises-stofnunina í Malibu, þar sem hún er í meðferð við alkóhólisma og þunglyndi.

Farsímar eru bannaðir á stofnuninni, en fregnir herma að Britney hafi smyglað einum inn og laumast til að hringja í gamla kærastann.

Heimildamaður tjáir tímaritinu Star: „Hún faldi sig inni í skáp og var að tala við einhvern Justin, líklega Justin Timberlake. Hún var að tala um hvort hann gæti komið og verið með sér á AA-fundi í Santa Monica. Hún sagði: Gerðu það Justin, gerðu það komdu! Hún grátbað hann.“

Fregnir herma að Justin hafi boðist til að heimsækja hana í meðferðina í síðasta mánuði, en móðir Bitneyjar, Lynne, bað hann að fara ekki því að það yrði of mikil truflun fyrir Britney.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir