Lafði Black neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum

Black-hjónin yfirgefa réttarsalinn í Chicago í gær
Black-hjónin yfirgefa réttarsalinn í Chicago í gær Reuters

Eiginkona fjölmiðlakonungsins fyrrverandi Conrad Black, Barbara Amiel eða lafði Black, neitaði í dag að biðjast afsökunar á því að hafa kallað kanadíska fréttakonu dræsu og fyrir að hafa sagt tvo aðra fréttamenn vera óþokka.

Lafði Black vildi sem minnst gera úr ummælum sínum er fjölmiðlar ræddu við hana á leið inn í réttarsalinn í dag þar sem réttað er yfir Black sem er ásakaður um fjárglæfrastarfsemi.

„Þetta var einkasamtal milli mín og stjúpdóttur minnar," sagði hún við fréttamenn í dag. Hún neitaði jafnframt að staðfesta að hún hefði viðhaft þessi ummæli en í kanadíska sjónvarpinu í gær heyrðist hún kalla fréttakonuna dræsu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup