Heather Mills hlaut lof dómara í danskeppni í bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Dancing with the Stars en hún mun vera fyrsti keppandinn gervifót til að taka þátt í þessum þáttum. Sögðu dómarar að hún væri innblástur fyrir aðra.
Mills sagði við Reuters fréttastofuna að hún hefði tekið þátt í keppninni til að sýna að hægt væri að vinna bug á allri fötlun.
Fyrrum fyrirsætan klæddist bleikum og húðlitum pallíettukjól og dansaði foxtrott við dansfélagann Jonathan Roberts og risu áhorfendur úr sætum og klöppuðu fyrir þeim er dansinum lauk með nokkrum feilsporum þó.
„Feilsporin voru miklu færri en þau sem þið gerðuð vel,” sagði Len Goodman einn af þremur dómurum og lofaði Mills fyrir að veita öðrum innblástur og hvatningu til að fara út að dansa.
Hún var gagnrýnd fyrir að vera of stíf fyrir ofan mitti og gáfu henni miðlungseinkunn eða 18 stig.
Mills var ánægð með þá stigagjöf og sagðist bara vera fegin að hafa ekki dottið á hausinn. Hún hélt að hún yrði í neðsta sæti og var því nokkuð ánægt með stigin.
Ellefu pör taka þátt í útsláttarkeppni í þáttaröðinni og áhorfendur ráða helming atkvæða en niðurstaðan mun birtast í næstu viku.
Aðrir frægir sem taka þátt í keppninni eru Laila Ali, dóttir Múhameðs Ali og fyrrum meðlimur í strákabandinu ‘N Sync, Joye Fatone.