Viktoría ætlar að stofna leshring í Hollywood

Viktoría Beckham í Hollywood í síðasta mánuði.
Viktoría Beckham í Hollywood í síðasta mánuði. Reuters

Viktoría Beckham ætlar að stofna leshring með þátttöku vina sinna Katie Holmes og Jennifer Lopez þegar hún flytur ásamt fjölskyldunni vestur um haf í sumar. Hana langar mikið til að kynna klassískan, breskan litteratúr fyrir vinum sínum, og telur leshring vera kjörinn vettvang til þess.

Ekki verður hverjum sem er heimilt að taka þátt í hringnum, en hugmynd Viktoríu mun vera sú, að meðlimir hittist einusinni í mánuði heima hjá hver öðrum og ræði um bækurnar sem þeir hafa verið að lesa.

Meðal þeirra bóka sem Viktoríu langar að tala um við vini sína eru „Hroki og hleypidómar“, „Emma“ og „Sense and Sensibility“ eftir Jane Austin, auk bóka eftir Charles Dickens og Thomas Hardy. Mun Viktoría hafa boðið fimm vinum sínum, þ.á m. Kate og Jennifer, að taka þátt í leshringnum með sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Kristján Kristjánsson: Hey!
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan