Leynisöngvarar valda usla

Kvartettinn Scooch.
Kvartettinn Scooch.

Undankeppnir fyrir Evróvisjón-söngvakeppnina eru nú í fullum gangi víða um Evrópu en ekki ríkir fullkomin eining í öllum löndum um sigurvegara.

Í Bretlandi var undankeppnin haldin á dögunum og þar öttu kappi margar fallnar poppstjörnur í bland við nýliða í faginu. Sigurvegararnir urðu kvartettinn Scooch, kvartett er kannski ekki réttnefni því þótt sveitin telji tvær söngkonur og tvo söngvara nutu þau liðsinnis „leynisöngvara". Um er að ræða tvo bakraddasöngvara sem húktu að tjaldabaki og hjápuðu Scooch með hæstu tónana í laginu.

Aðrir keppendur undankeppninnar eru að sögn æfir yfir þessu. Justin Hawkins, fyrrverandi söngvari The Darkness, var meðal keppenda. "Áhorfendur voru plataðir og voru látnir halda að Scooch væru betri söngvarar en þau í raun og veru eru," sagði hann.

Í sama og ögn grófari streng tók Brian Harvey, sem áður var í East 17. „Ég var brjálaður yfir þessu öllu! Almenningur hefur verið blekktur!"

Talsmaður Scooch er ekki á sama máli og segir andstæðingana einfaldlega bitra.

„Það er erfitt að syngja og dansa samtímis. Ástæðan fyrir því að bakraddirnar voru ekki hafðar inni á sviðinu er einfaldlega sú að þær pössuðu ekki inn í atriðið. Það er ekkert ólöglegt við það."

Scooch-liðar klæddust búingum flugfreyja og flugþjóna í atriði sínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir