Reykjavíkurborg styrkir Hinsegin daga um 4 milljónir á ári

Hinsegin dagar verða í ár haldnir 9.-12. ágúst
Hinsegin dagar verða í ár haldnir 9.-12. ágúst mbl.is/Árni Sæberg

Borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, og forseti Hinsegin daga í Reykjavík, Þorvaldur Kristinsson, undirrituðu í ráðhúsinu í dag nýjan þriggja ára samstarfssamning. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg styrkir Hinsegin daga um fjórar milljónir króna á ári næstu þrjú árin.

Hinsegin dagar taka að sér í samvinnu við Höfuðborgarstofu, sem er framkvæmdaraðili borgarinnar á samningnum, að halda útihátíð í Reykjavík ár hvert sem er opin öllum borgarbúum og leggur sig fram um að kynna Reykjavík sem borg jafnréttis og menningar jafnt innanlands sem utan, að því er segir í tilkynningu.

„Reykjavíkurborg hefur frá upphafi verið aðalbakhjarl Hinsegin daga. Allt frá árinu 2000 hafa stjórnvöld í borginni sýnt hátíðinni mikinn skilning og hvatt forráðafólk hátíðarinnar áfram. Fyrsti langtíma samningur milli Hinsegin daga og borgarinnar var gerður til þriggja ára árið 2004 og hljóðaði hann upp á 1,6 milljónir króna á ári. Hækkun framlags Reykjavíkurborgar nú er því vegleg, eða um 150 prósent og sýnir staðfestan stuðning og þá trú ráðamanna í borginni að Hinsegin dagar séu mikilvægir í íslensku menningarlífi," samkvæmt fréttatilkynningu.

Hinsegin dagar fara fram dagana 9.–12. ágúst í ár. Að venju koma fjölmargir innlendir og erlendir listamenn fram á hátíðinni, en í ár mun tónlistarmaðurinn Jimmy Somerville vera á meðal þátttakenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir