Knútur heldur blaðamannafund

Ljósmyndarar og sjónvarpsmenn flykktust í dýragarðinn í Berlín í morgun til að hitta Knút, 9 kílóa þungan ísbjarnarhún sem hefur brætt hjörtu þýsku þjóðarinnar. Sýna átti beint frá blaðamannafundi þar sem Knútur kemur fram.

Húnninn kom í heiminn í dýragarðinum í byrjun desember. Móðir hans hafnaði honum og bróður hans skömmu eftir að þeir fæddust en hinn húnninn drapst skömmu síðar. Bjarndýraumsjónarmaður dýragarðsins tók Knút þá að sér og hefur alið hann upp síðan.

Hægt hefur verið að sjá myndir frá vefmyndavélum þar sem Knútur sést leika sér við tuskubangsa og bolta. Það var þó ekki fyrr en dýraverndarsamtök lýstu því yfir, að betra væri að lóga húninum en að hann yxi upp meðal manna, að sviðsljós fjölmiðlanna beindist að honum fyrir alvöru. Dýragarðurinn hefur hins vegar alfarið hafnað slíkum hugmyndum.

Almenningur getur virt Knút fyrir sér um helgina en til stendur að hann komi nokkrum sinnum fram í dýragarðinum ásamt þjálfara sínum.

Knútur ásamt Thomas Doerflein, starfsmanni dýragarðsins í Berlín.
Knútur ásamt Thomas Doerflein, starfsmanni dýragarðsins í Berlín. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka