Menntaskólinn í Kópavogi hafði betur í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur í kvöld gegn Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þegar hefðbundinni keppni var lokið þá voru liðin jöfn 31 - 31 og því þurfti að gera út um keppnina með bráðabana. Þar bætti MK tveimur stigum við en MH fékk ekkert stig í bráðabananum og því mun MK mæta MR í úrslitunum næsta föstudagskvöld.
Menntaskólinn í Reykjavík fór með sigur af hólmi í keppninni í gærkvöldi gegn Verzlunarskóla Íslands.