Naomi Campell kvaddi kústinn í New York

Breska ofurfyrirsætan Naomi Campell lauk fimm daga samfélagsþjónustu, sem hún var nýverið dæmd til að gegna, í dag. Henni var gert að grípa kústinn traustataki eftir að dómstóll hafði fundið hana um seka um að hafa ráðist á þjónustustúlku sína.

Campell gekk í makindum sínum út úr sorphreinsunarstöðinni í Manhattan í dag eftir að ruslabílinn, sem hún hafði ferðast með, hafði skilað henni á endastöð eftir dagsverkið. Það var ekki að sjá á fyrirsætunni að hún hefði verið að ljúka við að afplána samfélagsþjónustu heldur fremur að hún væri á leiðinni á dansleik, en hún var klædd síðan kjól, í háhæluðum skóm og með axlirnar berar.

Ekki leið á löngu þar til hún var sest inn í Rolls Royce bifreið sína og ók á brott á meðan blaðaljósmyndarar og íbúar í nágrenninu fylgdust með.

Albert Durrell, sem var yfirmaður fyrirsætunnar í vikunni, sagði við fjölmiðla að hún hefði skilað sínu til samfélagsins með myndarbrag.

Campell, sem er 36 ára gömul, játaði að hafa kastað síma í húshjálp fyrir um ári síðan í íbúð sinni sem er á Manhattan. Ástæðan fyrir símakastinu voru gallabuxur sem höfðu týnst.

Það þurfti að sauma fjögur spor í höfuð Ana Scolavino, sem starfaði sem húshjálp hjá Campell, þar sem síminn var þakinn kristöllum.

Campell sagði að þetta hafi verið slys því hún hafi ekki ætlað að henda símanum í hana.

Fjölmargir blaðamenn og ljósmyndarar fylgdust með því þegar Naomi Campell …
Fjölmargir blaðamenn og ljósmyndarar fylgdust með því þegar Naomi Campell kvaddi kústinn og heilsaði Rolls Royce bifreiðinni sinni. Reuters
Naomi Campell var í sínu fínasta pússi þegar hún gekk …
Naomi Campell var í sínu fínasta pússi þegar hún gekk úr sorphreinsunarstöðinni í New York í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson