Óperusöngkonan Sigrún Pálmadóttir fær góða dóma í þýskum blöðum fyrir frammistöðu sína í hlutverki Luciu í óperunni Lucia di Lammermoor eftir Gaetano Donizetti hjá Óperuhúsinu í Bonn.
Sigrún, sem hefur verið fastráðin við óperuhúsið síðan haustið 2001, komst á forsíðu tveggja blaða og baksíðu annarra tveggja í Bonn eftir frumsýninguna síðastliðinn laugardag en verkið verður sýnt fram í júní.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.