Hugsanlegt að Houdini verði grafinn upp

Kápa bókarinnar The Secret Life of Houdini.
Kápa bókarinnar The Secret Life of Houdini. AP

Bandarískir réttarrannsóknarmenn vonast nú til þess að fá að grafa upp jarðneskar leifar töframannsins Harry Houdini, til að komast að því hvort hann hafi verið myrtur.

Vísindamennirnir ætla að rannsaka hár Houdini, neglur á fingrum og hvort hann hafi verið beinbrotinn. Houdini dó í Detroit árið 1926, 52 ára. Þær sögusagnir hafa heyrst að eitrað hafi verið fyrir honum og styðja ættingjar hans að líkið verði rannsakað og munu sækja formlega um það fyrir dómara á mánudaginn.

Lík Houdini var jarðsett í New York án þess að krufning hafi verið gerð áður. Dánarorsökin var sögð sprunginn botnlangi. Frændi Houdini, George Hardeen, telur hins vegar mögulegt að hópur miðla hafi myrt hann, en Houdini hafði gagnrýnt þá harðlega og kallað loddara.

Í ævisögu Houdinis sem kom út í fyrra, The Secret Life of Houdini, segir að honum hafi borist morðhótanir frá miðlunum skömmu áður en hann dó. BBC segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir