Búist er við að málverk eftir ameríska abstraktmálarann Mark Rothko seljist fyrir sem svarar rúmum þremur milljörðum íslenskra króna á uppboði í New York í maí. Ef verkið selst fyrir þetta verð verður það dýrasti eftirstríðslistmunurinn sem seldur hefur verið á uppboði hingað til. Verkið heitir White Center og er um tveggja metra hátt olíumálverk frá árinu 1950. Dýrasta eftirstríðsverkið fram að þessu er eftir Willem de Kooning og seldist það fyrir tæpa tvo milljarða í fyrra.
Eigandi White Center núna er billjónamæringurinn David Rockefeller.