Bretaprinsar döðruðu drukknir á næturklúbbum

William (t.h.) og Harry.
William (t.h.) og Harry. Reuters

Harry Bretaprins reyndi að berja ljósmyndara á næturklúbbinum Boujis í Lundúnum en féll við og William bróðir hans dansaði drukkinn í öðrum klúbbi og bauð svo ungri námskonu heim til sín í næturdrykk. Þessu heldur dagblaðið Daily Telegraph fram.

Gleðskapur prinsanna náðist á myndband og spáir dagblaðið því að unnustur prinsanna, Chelsy Davy og Kate Middleton, verði lítt kátar. Talið er að Harry hafi ætlað að hjóla í ljósmyndara fyrir að ná sér drukknum á myndband að daðra við konur.

William var hins vegar í djörfum dansi við 19 ára háskólanema, Lisu Agar. Agar segir prinsinn hafa verið vel í glasi. Hann hafi gerst fjölþreifinn og greinilegt að hann sé ekki ,,feiminn strákur". William er trúlofaður Middleton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir