Cliff Richard kominn til tónleikahalds

Cliff Richards við komuna til landsins í dag.
Cliff Richards við komuna til landsins í dag. mbl.is/Golli

Breski poppsöngvarinn Sir Cliff Richard kom hingað til lands í dag frá Frankfurt en hann mun halda tónleika í Laugardalshöll á miðvikudag. Tónleikar Richards hér á landi eru þeir síðustu í langri tónleikaferð söngvarans, sem á undanförnum mánuðum hefur komið fram á tónleikum víðs vegar í Asíu, Afríku og Evrópu.

Þar sem þetta eru síðustu tónleikar Sir Cliffs í bili koma á bilinu 20 til 30 starfsmenn af umboðsskrifstofu hans til að vera viðstaddir tónleikana. Söngvarinn verður hér á landi í fjóra daga, og stefnir að því að ferðast eitthvað um landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir