Ný skáldsaga eftir J.R.R. Tolkien væntanleg

Elijah Wood er hér í hlutverki Fróða sem leikur lykilhlutverk …
Elijah Wood er hér í hlutverki Fróða sem leikur lykilhlutverk í Hringadróttinssögu Tolkiens. Reuters

Ný skáldsaga eftir J.R.R. Tolkien er væntanleg í næsta mánuði. Bókin heitir The Children of Húrin á frummálinu en það er, Christopher sonur höfundarins sem hefur unnið að því að ganga frá ókláruðu handriti Tolkiens sem lést 1973.

Bókin mun koma út 17. apríl næstkomandi en þá verða 89 ár liðin síðan að höfundur hennar byrjaði á henni.

Í breska dagblaðinu The Independent segir að útgefandinn HarperCollins gefi ekkert uppi um söguþráðinn en að bókin muni að öllum líkindum verða vel til þess fallin að kvikmynda hana.

Lesa má um söguþráðinn á Wikipedia vefsíðunni en ekki er tryggt að það sé rétt lýsing á söguþræði bókarinnar.

Að sögn Chris Crawshaw sem er formaður Tolkien félagsins í Bretlandi þá leit Tolkien á verk sín sem eina langa sögu um Miðgarð (Middle Earth), frá sköpun hans að endalokum þriðja tímaskeiðinu en þessi saga mun gerast snemma í heildarsögunni.

Christopher Tolkien studdist við gríðarlegt safn minnispunkta föður síns. Þetta er annað ókláraða verkið sem hann lýkur við eftir fráfall föður síns en 1977 kom út bókin Silmarillion.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup