Svíar telja sig sigurstranglega í Evróvisjón

Síðhærður maður sem rúntar töffaralega um í bíl.
Síðhærður maður sem rúntar töffaralega um í bíl.

Svíar telja sjálfa sig nokkuð sigurstranglega í Evróvisjón söngvakeppninni í ár. Fyrir helgi var um fjörutíu sænskum fjölmiðlamönnum smalað saman í kvikmyndahús í Stokkhólmi þar sem þeir voru látnir horfa á myndböndin við öll lögin sem taka þátt í keppninni í ár.

Karolina Jonason, blaðmaður hjá sænska sjónvarpinu segir, að eftir að hafa hlustað á lögin 42 geti ekki annað verið en að Svíar hafi þetta. En fyrir hönd Svíþjóðar í ár fer til Finnlands hljómsveitin The Ark með lagið The Worrying Kind.

Karolin segir að Eystrasaltslöndin séu öll með lög sem séu í anda áttunda og níunda áratugarins, sem sagt hallærisleg, eða lög í anda evrópsks rokks. Frá löndunum við Miðjarðarhafið komi meira af „Europopp-diskó-teknói“ sem kalli á kynþokkafull myndbönd og heillandi brún augu. Nokkuð gæti líka þjóðlegra hljóðfæra og dans þaðan.

Henni þykir ekki mikið koma til laga landanna þriggja sem eru alltaf örugg í úrslitum, Frakklands, Þýskalands og Bretlands, og skilur sérstaklega ekki hvert Bretland er að fara með „fluglagi“, en allir á sviðinu eru klæddir sem flugþjónar- og freyjur.

Ekki finnur hún mikið að Norðurlandaþjóðunum, segir Ísland koma fram með rokkballöðu sem sé sungin af síðhærðum manni sem rúnti töffaralega um í bíl. Mest úti að aka segir hún þó vera lögin frá Ísrael og Úkraínu sem séu víst bara hreint og klárt undarleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar