Svíar telja sig sigurstranglega í Evróvisjón

Síðhærður maður sem rúntar töffaralega um í bíl.
Síðhærður maður sem rúntar töffaralega um í bíl.

Svíar telja sjálfa sig nokkuð sigurstranglega í Evróvisjón söngvakeppninni í ár. Fyrir helgi var um fjörutíu sænskum fjölmiðlamönnum smalað saman í kvikmyndahús í Stokkhólmi þar sem þeir voru látnir horfa á myndböndin við öll lögin sem taka þátt í keppninni í ár.

Karolina Jonason, blaðmaður hjá sænska sjónvarpinu segir, að eftir að hafa hlustað á lögin 42 geti ekki annað verið en að Svíar hafi þetta. En fyrir hönd Svíþjóðar í ár fer til Finnlands hljómsveitin The Ark með lagið The Worrying Kind.

Karolin segir að Eystrasaltslöndin séu öll með lög sem séu í anda áttunda og níunda áratugarins, sem sagt hallærisleg, eða lög í anda evrópsks rokks. Frá löndunum við Miðjarðarhafið komi meira af „Europopp-diskó-teknói“ sem kalli á kynþokkafull myndbönd og heillandi brún augu. Nokkuð gæti líka þjóðlegra hljóðfæra og dans þaðan.

Henni þykir ekki mikið koma til laga landanna þriggja sem eru alltaf örugg í úrslitum, Frakklands, Þýskalands og Bretlands, og skilur sérstaklega ekki hvert Bretland er að fara með „fluglagi“, en allir á sviðinu eru klæddir sem flugþjónar- og freyjur.

Ekki finnur hún mikið að Norðurlandaþjóðunum, segir Ísland koma fram með rokkballöðu sem sé sungin af síðhærðum manni sem rúnti töffaralega um í bíl. Mest úti að aka segir hún þó vera lögin frá Ísrael og Úkraínu sem séu víst bara hreint og klárt undarleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir