Bandaríski grínleikarinn Eddie Griffin viðurkenndi að hann væri ekki sérlega góður bílstjóri eftir að hann eyðilagði fágætan Enzo Ferrar-bíl í gær með því að aka honum á grindverk. Griffin sakaði ekki, en bíllinn, sem metinn var á 1,2 milljónir dala, gjöreyðilagðist.
Griffin var við stýrið á bílnum í auglýsingaskyni fyrir nýja kvikmynd sem hann leikur í, Redline, en bíllinn var í eigu framleiðanda myndarinnar, Daniel Sadek. Sá tók óhappinu af heimspekilegri ró og kvaðst því fegnastur að Griffin hefði ekki sakað.
Bíllinn var einn af aðeins 400 sem framleiddir voru.